Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 01. október 2017 21:02
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Atalanta náði jafntefli gegn Juventus - Dybala klúðraði
Mynd: Getty Images
Atalanta 2 - 2 Juventus
0-1 Federico Bernardeschi ('21)
0-2 Gonzalo Higuain ('24)
1-2 Mattia Caldara ('31)
2-2 Bryan Cristante ('67)

Ítalíumeistarar Juventus misstu sín fyrstu stig á tímabilinu er þeir heimsóttu Atalanta til Bergamo.

Federico Bernardeschi fékk tækifæri hjá Juventus og byrjaði leikinn afar vel og var búinn að skora og leggja upp á fyrstu 25 mínútunum.

Varnarjaxlinn Mattia Caldara minnkaði muninn fyrir Atalanta og náði Bryan Cristante að jafna fyrir heimamenn í síðari hálfleik.

Paulo Dybala fékk tækifæri til að tryggja Juve sigurinn þegar hann steig á vítapunktinn á lokamínútum leiksins, en brenndi af. Þetta er fyrsta vítaspyrnan af 14 sem Dybala brennir af á Ítalíu.

Juve er því búið að missa toppsætið til Napoli, sem er með fullt hús stiga eftir sjö umferðir, en Atalanta er um miðja deild.
Athugasemdir
banner