sun 01. október 2017 17:25
Orri Rafn Sigurðarson
Sveinn Sigurður fer frá Stjörnunni: Þarf að fara spila
Sveinn Sigurður gnæfir yfir Garðar Gunnlaugsson
Sveinn Sigurður gnæfir yfir Garðar Gunnlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Sigurður er á leið frá Stjörnunni
Sveinn Sigurður er á leið frá Stjörnunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Sveinn Sigurður Jóhannesson hefur ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við Stjörnuna.

Þessi 22 ára gamli markvörður er uppalinn í Garðarbænum en hann hefur verið varamarkvörður Stjörnunnar undanfarin ár. Árið 2014 varð hann Íslandsmeistari með meistaraflokki Stjörunnar. Sama ár bar hann fyrirliðabandið hjá 2.flokki sem varð Íslands og bikarmeistari en hann er úr 1995 árgangnum hjá Stjörnunni sem unnu titla ár eftir ár.

Sveinn Sigurður á að baki sitthvorn landsleikinn með U21 og U19 ára landsliði Íslands. Hann hefur spilað 28 leiki með meistaraflokk en hann var lánaður til Fjarðabyggðar í Inkasso deildina á síðustu leiktíð þar sem hann spilaði 12 leiki. Tækifærin hafa því verið að skornum skammti síðastliðin ár.

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hafði rætt við Svein um að hann yrði aðalmarkvörður félagsins en þau plön breyttust og fór Sveinn þá að íhuga sín mál.

„Hann var að gera það sem hann taldi best fyrir liðið, með Stjörnuhjartað í fyrirrúmi og ég kyngdi því. Ég og Rúnar erum góðir vinir en hann hefur þjálfað mig síðan í 2.flokki 2013," sagði Sveinn Sigurður við Fótbolta.net.

„Andlega hliðin var rosalega mikilvæg í þessu ferli en sem markvörður geturu alveg eins verið heima hjá þér ef þú þolir ekki andlegt mótlæti. Ég er án efa minn harðasti gagnrýnandi, ég gaf meira í, æfði meira og þetta mun skila sér á völlinn."

Eins og áður kom fram hafa tækifærin verið að skornum skammti en Sveinn hefur verið að berjast við nokkra af bestu markmönnum deildarinnar um byrjunarliðssætið undanfarin ár.

„Ég hef reynt að nýta mín tækifæri vel síðustu tímabil. Frá því að ég var ungur Stjörnumaður hefur það alltaf verið markmið að vinna titla sem aðalmarkvörður uppeldisfélagsins."

„Ég hef verið í samkeppni við eitthverja bestu markmenn deildarinnar en á æfingum tel ég mig hafa verið þeim samstíga, ég hef lært af þeim og safnað að mér fjölbreyttum og dýrmætum reynslubanka sem mun án efa hjálpa mér í framtíðinni."


En hver eru þá næstu skrefin á hans ferli? „Ég þarf að fara spila, það er ekkert flókið, Stjarnan bauð mér endurnýjun á samning í vor en þeim samning varð ég að hafna fyrir minn feril, þetta fór fram og til baka í hausnum á mér en ég verð að klippa á naflastrenginn og fá að þroskast. Ég hef mikla trú á mér, ég er með ný langtímamarkmið sem að munu koma mér þangað sem ég tel mig eiga heima," sagði Sveinn sem leitar nú að nýju félagi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner