Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 01. október 2017 17:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Gummi Tóta með mark og stoðsendingu - Haukur skoraði
Guðmundur átti frábæran leik.
Guðmundur átti frábæran leik.
Mynd: Norrköping
Guðmundur Þórarinsson átti frábæran leik þegar Norrköping heimsótti Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Gummi Tóta, eins og hann er oftast kallaður, lagði upp fyrra markið og skoraði það seinna í 2-0 sigri Norrköping.

Arnór Smárason og Birkir Már Sævarsson spiluðu með Hammarby í leiknum og Guðmundur Þórarinsson og Jón Guðni Fjóluson léku með Norrköping. Arnór Sigurðsson kom inn á hjá Norrköping.

Norrköping er í fjórða sæti, en í þriðja sætinu er AIK sem vann 5-2 sigur á Elfsborg í dag. Haukur Heiðar Hauksson spilaði með AIK í leiknum og var á meðal markaskorara.

Hjörtur Logi Valgarðsson kom inn á sem varamaður og spilaði síðustu mínúturnar með Örebro í 1-0 sigri á Kalmar.

Hjörtur Logi mun ekki spila mikið lengur með Örebro, en hann hefur samið við uppeldisfélag sitt FH fyrir næsta sumar.

AIK 5 - 2 Elfsborg
1-0 J. Blomberg ('16)
1-0 D. Sundgren ('28, misnotað víti)
2-0 N. Stefanelli ('31)
2-1 P. Frick ('34)
3-1 Haukur Heiðar Hauksson ('45)
3-2 D. Gustavsson ('48)
4-2 N. Stefanelli ('55)
5-2 N. Stefanelli ('64)

Hammarby 0 - 2 Norrköping
0-1 A. Jakobsen ('7)
0-2 Guðmundur Þórarinsson ('34)

Örebro 1 - 0 Kalmar
1-0 K. Igboananike ('44)

Sjá einnig:
Íslendingaliðin þurftu að sætta sig við töp





Athugasemdir
banner
banner
banner