Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 01. október 2017 15:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Íslendingaliðin þurftu að sætta sig við töp
Kristinn og félagar töpuðu stórt.
Kristinn og félagar töpuðu stórt.
Mynd: Getty Images
Íslendingaliðin Sundsvall og Halmstad þurftu að sætta sig við að tapa leikjum sínum í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Kristinn Steindórsson spilaði allan leikinn þegar GIF Sundsvall tapaði stórt gegn Djurgarden, 5-0. Nafni hans, Kristinn Freyr Sigurðsson sat á bekknum og var ónotaður varamaður.

Á meðan tapaði Halmstad 2-0 gegn toppliði Malmö. Tryggvi Hrafn Haraldsson og Höskuldur Gunnlaugsson voru báðir í byrjunarliði Halmstad. Tryggvi fór af velli eftir 71 mínútu.

Halmstad er á botni deildarinnar og staða liðsins er mjög slæm. GIF Sundsvall er í 13. sæti deildarinnar með 27 stig eftir 26 leiki.

Malmö 2 - 0 Halmstad
1-0 Sjálfsmark ('55)
2-0 M. Rosenberg ('84)

GIF Sundsvall 0 - 5 Djurgarden
0-1 T. Kadewere ('21)
0-2 M. Eriksson ('24)
0-3 F. Beijmo ('46)
0-4 M. Eriksson ('51, víti)
0-5 J. Karlstrom ('77)
Athugasemdir
banner
banner
banner