banner
   sun 01. október 2017 17:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: RB Leipzig upp að Bayern og Hoffenheim
Mynd: Getty Images
RB Leipzig, sem jafnan er tengt við orkudrykkjaframleiðandann Red Bull, vann annan leik sinn í röð í þýsku úrvalsdeildinni.

Þeir sóttu Köln heim og komust yfir eftir hálftíma leik. Hinn danski Yussuf Poulsen bætti við öðru marki þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum, en Köln náði síðan að klóra í bakkann.

Lokatölur voru 2-1 fyrir RB Leipzig sem núna er komið upp að Bayern og Hoffenheim í deildinni.

RB Leipzig er í fjórða sæti, Hoffenheim er í þriðja sæti og Bayern er í öðru sæti. Dortmund er á toppnum með gott forskot.

Fyrr í dag tapaði Hoffenheim óvænt gegn Freiburg eins og sjá má hér að neðan og Bayern gerði 2-2 jafntefli gegn Hertha eftir að hafa verið 2-0 yfir. Það er dmmt yfir Bæjarlandi þessa stundina.

Koln 1 - 2 RB Leipzig
0-1 Lukas Klostermann ('30 )
0-2 Yussuf Poulsen ('80 )
1-2 Yuya Osako ('82 )

Freiburg 3 - 2 Hoffenheim
0-1 Robin Hack ('14 )
1-1 Florian Niederlechner ('15 )
2-1 Caglar Soyuncu ('18 )
3-1 Pascal Stenzel ('87 )
3-2 Julian Schuster ('90 , sjálfsmark)
Athugasemdir
banner
banner
banner