lau 01. nóvember 2014 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Anton Ari framlengir við Val
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Anton Ari Einarsson, markvörður Vals í Pepsi-deild karla, hefur framlengt samning sinn við félagið til næstu þriggja ára.

Anton Ari, sem er fæddur árið 1994, hefur leikið 54 meistaraflokksleiki á ferli sínum þrátt fyrir ungan aldur en ásamt því að leika með Val hefur hann leikið með Afturelding og Tindastóli.

Hann var partur af U21 árs landsliðinu sem mætti Dönum í umspili um sæti á EM sem fer fram í Tékklandi á næsta ári en hann var kallaður inn í hópinn í kjölfar meiðsla Rúnars Alex Rúnarssonar.

Valsarar binda miklar vonir við Anton sem hefur farið á reynslu hjá bæði Bolton Wanderers og Manchester City.

,,Mér líst mjög vel á þetta. Óli gerði frábæra hluti með FH-liðið og var Íslandsmeistari með þeim og svo er Bjössi náttúrlega Vals-Legend svo ég held að þetta smellpassi alveg," sagði Anton við heimasíðu Vals.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner