lau 01. nóvember 2014 10:30
Alexander Freyr Tamimi
Galliani kemur Torres til varnar
Torres á enn í vanda með að skora.
Torres á enn í vanda með að skora.
Mynd: Getty Images
Adriano Galliani, framkvæmdastjóri AC Milan, hefur komið framherjanum Fernando Torres til varnar vegna markaþurrðar Spánverjans.

Torres hefur einungis skorað eitt mark í sjö deildarleikjum síðan hann kom til AC Milan, gegn Empoli í September, en Galliani segir að hann hafi verið meiddur.

,,Ég held að vandamálið sé það að ökklinn hefur haldið aftur af Torres til þessa," sagði Galliani við MilanNews.

,,Þegar þú meiðist er eðlilegt að það taki tíma að koma aftur í sitt besta form. Ég er mjög hrifinn af Torres því hann tekur alltaf réttu hlaupin."

,,Í leiknum gegn Hellas Verona, þar sem Keisuke Honda skoraði eftir sendingu Stephan El Shaarawy, þá var Torres óeigingjarn og bjó til pláss með hlaupi sínu."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner