banner
   lau 01. nóvember 2014 09:30
Alexander Freyr Tamimi
UEFA refsar Rúmeníu og Ungverjalandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Evrópska knattspyrnusambandið UEFA hefur sektað knattspyrnusambönd Rúmeníu og Ungverjaland og gert báðum landsliðum að spila með tómar stúkur að hluta til í næstu leikjum.

Liðin mættust í F riðli í Búkarest þar sem 11 gul spjöld litu dagsins ljós og ekki var ástandið betra í stúkunni.

Lögregla þurfti að beita táragasi þar sem kveikt var í blysum og flugeldum hjá báðum stuðningsmönnum, og ungverskir áhorfendur kveiktu í nokkrum sætum eftir að mark Adam Szalai var dæmt af í fyrri hálfleik.

Hvorugt liðanna má því fylla völlinn í næsta heimaleik sínum, auk þess sem bæði knattspyrnusambönd verða að greiða sekt í kringum 30.000 evrur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner