Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 01. nóvember 2014 13:30
Alexander Freyr Tamimi
Wenger saknar götufótboltans
Arsene Wenger.
Arsene Wenger.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að samfélagsbreytingar og útdauði götufótboltans hafi dregið úr baráttuanda knattspyrnumanna í Evrópu.

Wenger notaði sinn eigin leikmann Alexis Sanchez sem dæmi og benti á að flestir af betri framherjunum í Evrópu í dag séu frá Suður-Ameríku, því þar sé enn spilaður götufótbolti og hann geri leikmenn harðari af sér.

,,Renndu yfir Evrópu, hvaðan eru framherjarnir? Margir þeirra, allavega 80 prósent, eru frá Suður Ameríku," sagði Wenger.

,,Kannski er það vegna þess að götufótboltinn er horfinn frá Evrópu. Í götufótbolta, þar sem þú ert 10 ára gamall, þarftu að sanna þig gegn eldri leikmönnum, þú verður að berjast og vinna ómögulega bolta."

,,Ef þú lítur 30 til 40 ár aftur í tímann, þá var lífið á Englandi erfiðara. Samfélagið hefur breyst, við erum í miklu verndaðra umhverfi núna og við erum öll orðin örlítið mýkri. Við höfum aðeins misst það að þróa í börnum baráttuandann."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner