Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
   þri 01. nóvember 2016 16:43
Elvar Geir Magnússon
Vopnaðir lögreglumenn fylgja Man Utd hvert fótmál
Gæslan er í hæstu hæðum.
Gæslan er í hæstu hæðum.
Mynd: Getty Images
Lið Manchester United mun fá fylgd vopnaðra lögreglumanna á meðan ferðalagi þeirra í Istanbúl í Tyrklandi stendur yfir.

United mætir Fenerbahce í Evrópudeildinni á fimmtudag og þar sem staðan í landinu er óörugg verður gæslan í hæstu hæðum.

Þá verður aukin gæsla í kringum stuðningsmenn liðsins í Istanbul.

Enskir fótboltastuðningsmenn hafa átt í vandræðum þegar þeir heimsækja borgina en tveir stuðningsmenn Leeds voru stungnir til bana fyrir Evrópuleik 2000.

„Við vitum að þetta er erfiður staður að heimsækja og andrúmsloftið oft erfitt. Við þurfum að bregðast við því," segir Juan Mata, leikmaður Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner