Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 01. desember 2015 12:30
Magnús Már Einarsson
Chelsea óskar eftir að stækka Stamford Bridge í 60 þúsund
Mynd: Getty Images
Chelsea hefur óskað eftir leyfi hjá borgaryfirvöldum í London til að stækka heimavöll sinn Stamford Bridge.

Leikvangurinn tekur í dag 41,600 manns sem er mun minna en keppinautar eins og Arsenal og Manchester United.

Chelsea hefur óskað eftir að stækka Stamford Bridge þannig að hann taki 60 þúsund manns í sæti eftir breytingar. Á sama tíma á að gera alla aðstöðu fyrir áhorfendur betri.

Chelsea segir að ekki verði hægt að hefja framkvæmdir fyrr en í fyrsta lagi á næsta tímabili en beðið er eftir að fá leyfi frá borgaryfirvöldum til að fara lengra með málið.



Athugasemdir
banner
banner
banner