Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 01. desember 2015 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Man City fær Hull í heimsókn
Líklegt er að Manuel Pellegrini gefi Kelechi Iheanacho aftur tækifæri í kvöld.
Líklegt er að Manuel Pellegrini gefi Kelechi Iheanacho aftur tækifæri í kvöld.
Mynd: Getty Images
Það eru þrír leikir á dagskrá í deildabikarnum í kvöld þar sem þrjú úrvalsdeildarlið mæta þremur liðum úr Championship deildinni.

Manchester City tekur á móti Hull City í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á sama tíma og Middlesbrough fær Everton í heimsókn og Stoke City mætir Sheffield Wednesday.

Man City, sem er í toppbaráttu úrvalsdeildarinnar, gæti lent í vandræðum með Hull sem er í toppbaráttunni í Championship.

Middlesbrough, sem fær Everton í heimsókn, er einnig í toppbaráttu Championship deildarinnar og er Sheffield Wednesday ekki langt á eftir.

Það er því augljóst að úrvalsdeildarliðin þrjú gætu þurft að taka á honum stóra sínum í kvöld.

Leikir kvöldsins:
19:45 Man City - Hull City (Stöð 2 Sport 2)
19:45 Middlesbrough - Everton (Stöð 2 Sport 3)
19:45 Stoke City - Sheffield Wednesday
Athugasemdir
banner
banner