Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 01. desember 2015 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Gazzetta 
Forsetinn heimtaði vítaspyrnukeppni á 63. mínútu úrslitaleiksins
Mynd: AFP/Getty
Það hafa flestir knattspyrnuáhugamenn lent í því að mæta á völlinn og horfa á hundleiðinlegan leik. Það er það sem gerðist fyrir Mohamed Ould Abdel Aziz, forseta Máritaníu sem er land í norðurhluta Afríku.

Aziz var ekki að skemmta sér á úrslitaleik Ofurbikarsins þar í landi þar sem Tevragh-Zeina mætti ACS Ksar.

Gazzetta World greinir frá því að Aziz leiddist svo mikið á leiknum að hann skipaði leikmönnum að fara beint í vítaspyrnukeppni á 63. mínútu.

Staðan var 1-1 þegar forsetinn skipaði leikmönnum að fara í vítaspyrnukeppni og hafði Tevragh-Zeina betur að lokum.

Áhorfendur voru ekki sáttir eftir leik og heimtuðu útskýringar frá knattspyrnusambandinu, sem tók sér góðan tíma til að svara.

„Ég harðneita þeim orðrómi að forseti okkar hafi stöðvað leikinn," sagði Ahmed ould Abderrahmane, forseti knattspyrnusambands Máritaníu.

„Ákvörðunin var tekin vegna skipulagsvandamáls og var hún tekin í samráði við forseta og þjálfara beggja félaga."
Athugasemdir
banner
banner