Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   þri 01. desember 2015 14:00
Elvar Geir Magnússon
Herrera blæs á kjaftasögurnar - Vill ekki fara
Mynd: EPA
Ander Herrera, miðjumaður Manchester United, notar Twitter til að blása á þær kjaftasögur sem voru í ensku götublöðunum í morgun þar sem sagt var að hann hefði haldið á krísufund með Louis van Gaal, stjóra United.

Sagt var að Herrera væri ósáttur á Old Trafford en Spánverjinn stígur nú fram og segir þær fréttir vera bull.

Herrera er 26 ára og var keyptur frá Athletic Bibao á síðasta ári. Hann hefur aðeins byrjað sex leiki í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Herrera segist vera mjög ánægður hjá Manchester United og bendir á viðtal sem hann gaf í síðustu viku. Í því viðtali segist hann vilja spila eins lengi og hann geti fyrir United.



Athugasemdir
banner
banner
banner