Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 01. desember 2015 22:35
Jóhann Ingi Hafþórsson
Hörður Björgvin spilaði allan leikinn í tapi gegn Torino
Hörður Björgvin.
Hörður Björgvin.
Mynd: Getty Images
Torino 4 - 1 Cesena
1-0 Alessandro Gazzi ('3)
2-0 Emiliano Moretti ('13)
3-0 Maxi Lopez ('51)
3-1 Emmanuel Cascoine ('67)
4-1 Marco Benassi ('84)

Cesena fór í heimsókn til Torino í kvöld í ítalska bikarnum en Hörður Björgvin Magnússon leikur með Cesena og spilaði hann allan leikinn.

Torino spilar í Seria A á meðan Cesena spilar í Seria B. Munurinn á liðunum var mikill og nánast frá fyrstu mínútu en Alessandro Gazzi kom heimamönnum yfir snemma leiks.

Aðeins tíu mínútum síðar var Emiliano Moretti búinn að tvöfalda forskot Torino.

Maxi Lopez og Marco Benassi skoruðu svo sitt hvort markið í seinni hálfleik en þess á milli minnkaði Emmanuel Cascoine muninn fyrir Cesena.

Öruggur sigur Torino var þó staðreynd og eru Hörður Björgvin og félagar úr leik í bikarnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner