banner
   þri 01. desember 2015 15:07
Elvar Geir Magnússon
Jón Guðni: Nýt þess að takast á við áskoranir
Varnarmaðurinn Jón Guðni Fjóluson.
Varnarmaðurinn Jón Guðni Fjóluson.
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Miðvörðurinn Jón Guðni Fjóluson hefur fært sig um set í Svíþjóð. Hann hefur yfirgefið Sundsvall og gekk í dag frá þriggja ára samningi við meistarana í Norrköping.

„Norrköping er meistaraliðið og er að fara í Evrópukeppni. Þetta er stór áskorun fyrir mig. Mér fannst Norrköping vera besta liðið sem við mættum á tímabilinu. Ég nýt þess að takast á við áskoranir og á næsta tímabili verður meira pressa á liðinu en var á þessu," segir Jón Guðni í viðtali við Sundsvalls tidning.

„Mér fannst ég þurfa á einhverju nýju að halda og tel að þetta sé rétti tímapunkturinn til að taka næsta skref. Ég átti frábæran tíma hjá Sundsvall og náði að vaxa bæði sem leikmaður og persóna."

Jón Guðni vonast til að vinna sér inn sæti í íslenska landsliðshópnum fyrir Evrópumót landsliða í Frakklandi næsta sumar. Hann telur sig eiga betri möguleika á því hjá betra félagsliði.

„En þetta veltur náttúrulega ekki bara á því hvar þú spilar," segir Jón Guðni en fyrir hjá Norrköping er annar Íslendingur, Arnór Ingvi Traustason.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner