Varnarmaðurinn öflugi Jón Guðni Fjóluson hefur gert þriggja ára samning við sænsku meistarana í IFK Norrköping.
Jón Guðni kemur frítt til Norrköping frá GIF Sundsvall en samningur hans þar var að renna út.
Jón Guðni kemur frítt til Norrköping frá GIF Sundsvall en samningur hans þar var að renna út.
„Ég held að það sé kominn tími á þetta. Ég held að það sé gott fyrir mig sem leikmann að komast í eitthvað betra," sagði Jón Guðni við Fótbolta.net á dögunum þegar ljóst var að hann myndi yfirgefa herbúðir Sundsvall.
Hinn 26 ára gamli Jón Guðni lék með Fram áður en hann fór til Beerschot í Belgíu árið 2011.
Eftir eitt ár þar fór hann síðan til Sundsvall þar sem hann hefur verið í lykilhlutverki undanfarin ár.
Hjá Norrköping á hann að fylla skarð David Boo Wiklander sem fékk ekki nýjan samning eftir að liðið varð sænskur meistari.
Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason var í stóru hlutverki hjá Norrköping á síðasta tímabili en hann hefur verið orðaður við önnur félög að undanförnu.
Athugasemdir