banner
   þri 01. desember 2015 18:30
Magnús Már Einarsson
Leikmenn Venezuela hóta að hætta
Salomon Rondon framherji WBA er í landsliði Venezuela.
Salomon Rondon framherji WBA er í landsliði Venezuela.
Mynd: Getty Images
Landsliðsmenn Venezuela hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir hóta því að hætta að spila fyrir þjóð sína.

Venezuela hefur tapað fjórum fyrstu leikjum sínum í undankeppni HM 2018.

Forseti knattspyrnusambands Venezuela hefur í kjölfarið sakað leikmenn um að þeir séu að reyna að láta landsliðsþjálfarann fá að taka pokann sinn.

Leikmennirnir eru ekki sammála þessu en þeir skella skuldinni á slæma umgjörð í kringum landsliðið og vilja meina að stjórnarmenn knattspyrnusambandsins séu að eyðileggja andrúmsloftið í kringum liðið.

„Við getum ekki haldið áfram í þessu slæma andrúmslofti þar sem stjórnarmenn knattspyrnusambandsins eru að skemma fyrir," segir í yfirlýsingu frá leikmönnunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner