þri 01. desember 2015 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Síðustu 40 sekúndurnar í ítalska toppslagnum voru ótrúlegar
Pepe Reina og félagar eru á toppi ítölsku deildarinnar, einu stigi á undan Inter.
Pepe Reina og félagar eru á toppi ítölsku deildarinnar, einu stigi á undan Inter.
Mynd: Getty Images
Napoli fékk Inter í heimsókn í ítalska toppslagnum sem var leikinn í gær.

Gonzalo Higuain kom Napoli yfir eftir 64 sekúndur og var Yuto Nagatomo, vinstri bakvörður Inter, rekinn af velli rétt fyrir hálfleik.

Higuain tvöfaldaði forystuna gegn tíu leikmönnum Inter í síðari hálfleik en Adem Ljajic minnkaði muninn fyrir gestina.

Gestirnir komust ótrúlega nálægt því að jafna leikinn undir lokin þegar tvö færi enduðu í stönginni.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af færunum tveimur sem Inter fékk á síðustu 40 sekúndum leiksins, þar sem Pepe Reina í marki Napoli átti frábæra vörslu í seinna færinu.



Athugasemdir
banner
banner
banner