Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 01. desember 2015 00:11
Ívan Guðjón Baldursson
Þjálfari Emils rekinn eftir fimm ár í starfi (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Hallfreðsson og félagar hjá Verona hafa hafið tímabilið í ítölsku efstu deildinni mjög illa og eru á botninum með sex stig eftir fjórtán umferðir.

Andrea Mandorlini, þjálfari liðsins, var rekinn í kvöld eftir fimm ár í starfi sínu en liðið endaði í þrettánda sæti í fyrra, tólf stigum frá fallsæti.

Öll stig Verona hafa komið úr jafnteflum og er félagið það eina í deildinni sem er enn án sigurs.

Emil er fastamaður í byrjunarliði Verona og verður að teljast ólíklegt að miðjumaðurinn duglegi missi sæti sitt.

„Hellas Verona greinir frá því að Andrea Mandorlini og starfslið hans hefur verið vikið frá störfum," stendur í yfirlýsingu frá félaginu.

„Andrea og starfslið hans fær miklar þakkir frá félaginu fyrir að hafa sýnt mikla fagmennsku og ástríðu í starfi á síðustu árum.

„Við óskum stjóranum og starfsliðinu alls hins besta í framtíðinni."

Athugasemdir
banner
banner