banner
   þri 01. desember 2015 18:05
Elvar Geir Magnússon
Heimild: mbl.is 
Vodafonevöllurinn ekki lengur til
Heimavöllur Vals skiptir um nafn.
Heimavöllur Vals skiptir um nafn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimavöllur Vals heitir ekki lengur Vodafonevöllurinn heldur Valsvöll­ur­inn Hlíðar­enda. Frá þessu er greint á heimasíðu Morgunblaðsins en Voda­fo­ne hef­ur ákveðið að end­ur­nýja ekki styrkt­ar­samn­ing sinn við Vals­menn.

Því mun íþróttahús félagsins heldur ekki vera kennt við Vodafone.

Jó­hann Helga­son, fram­kvæmda­stjóri Vals, segir að verið sé að ræða um það innan félagsins hvort nýr styrktaraðili verði fenginn fyrir leikvanginn.

Þrátt fyr­ir að missa stór­an styrkt­araðila seg­ir Jó­hann að Vals­menn verði með svipaðar tekj­ur frá styrkt­araðilum á næsta ári og þeir hafa verið með á þessu ári.

Nýlega var lagt gervigras á heimavöll Vals til að auka notagildi hans.

Sjá einnig:
Gervigrasið á Hlíðarenda skoðað

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner