Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 02. janúar 2013 15:03
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Vefur Liverpool 
Daniel Sturridge til Liverpool (Staðfest)
Daniel Sturridge er orðinn leikmaður Liverpool.
Daniel Sturridge er orðinn leikmaður Liverpool.
Mynd: Vefur Liverpool
Liverpool staðfesti á vef sínum rétt í þessu að framherjinn Daniel Sturridge sé genginn í raðir félagsins frá Chelsea. Hann fær treyjunúmerið 15 hjá Liverpool.

Sturridge sem er 23 ára gamall er fyrsti leikmaðurinn sem gengur í raðir Liverpool á árinu sem var að ganga í garð. Á vef félagsins segir að hann hafi skrifað undir langtíma samning.

,,Ég er auðmjúkur og ánægður með að vera hérna," sagði Sturridge á vef Liverpool í dag. ,,Brendan Rodgers segir að hann sjá mig fyrri sér hérn til lengri tíma, og ég sé mig líka fyrir mér til lengri tíma. Ég var ekki að skrifa undir hérna til að vera í tvö ár og fara svo annað."

,,Ég skrifa undir hérna til að vera hérna eins lengi og mögulegt er. Þetta er stórt félag fyrir mig, eitt af þeim stærstu í heimi, og það er ótrúlegt að eiga þessa stuðningsmenn og heimsklassa leikmenn sem við erum með hérna."

Sturridge hóf feril sinn hjá Manchester City þar sem hann varð markashæsti leikmaðurinn er liðið vann FA bikar unglingaliða árið 2008. Hann fór til Chelsea árið eftir og hefur skorað 24 mörk fyrir liðið.

Hann hefur skorað 21 mark í 34 unglingalandsleikjum með Englendingum og spilaði sinn fyrsta A-landsleik gegn Svíum í nóvember 2011 er liðið var undir stjórn Fabio Capello og hefur síðan leikið þrjá landsleiki. Hann skoraði tvö mörk fyrir Breta á Ólympíuleikunum í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner