Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 02. janúar 2018 21:39
Ívan Guðjón Baldursson
England: Llorente skoraði í fjarveru Kane
Harry Kane kom inná í síðari hálfleik.
Harry Kane kom inná í síðari hálfleik.
Mynd: Getty Images
James McArthur og Andros Townsend fagna jöfnunarmarkinu gegn Southampton.
James McArthur og Andros Townsend fagna jöfnunarmarkinu gegn Southampton.
Mynd: Getty Images
Fernando Llorente gerði fyrsta markið gegn sínum fyrrverandi liðsfélögum er Tottenham lagði Swansea að velli. Markið átti ekki að standa vegna rangstöðu.

Llorente fagnaði ekki af virðingu við sitt fyrrverandi félag, rétt eins og Gylfi Þór Sigurðsson gerði með Everton í desember. Dele Alli innsiglaði sigurinn á lokamínútunum.

Llorente byrjaði fremstur í stað Harry Kane sem var á bekknum vegna veikinda og leikjaálags.

Kane kom inn á 68. mínútu en tókst ekki að bæta við marki. Stigin eru afar mikilvæg fyrir Tottenham sem er komið yfir Arsenal og í 5. sæti deildarinnar, með 40 stig eftir 21 umferð.

Luka Milivojevic, miðjumaður Crystal Palace, bætti upp fyrir að hafa brennt af vítaspyrnu í uppbótartíma í stöðunni 0-0 gegn Manchester City. Hann gerði sigurmarkið í fallbaráttuslag gegn Southampton í kvöld.

Shane Long skoraði sitt fyrsta mark í langan tíma snemma í leiknum en James McArthur og Milivojevic leiddu endurkomu gestanna sem eru þremur stigum frá fallsæti.

Andy Carroll var þá hetja West Ham í fallbaráttuslag gegn West Brom. James McClean kom gestunum yfir en Carroll jafnaði snemma í síðari hálfleik og gerði sigurmarkið í uppbótartíma.

Viðureign Man City og Watford er enn í gangi og er staðan þar 3-1 fyrir heimamenn.

Southampton 1 - 2 Crystal Palace
1-0 Shane Long ('17)
1-1 James McArthur ('69)
1-2 Luka Milivojevic ('80)

Swansea 0 - 2 Tottenham
0-1 Fernando Llorente ('12)
0-2 Dele Alli ('89)

West Ham 2 - 1 West Brom
0-1 James McClean ('30)
1-1 Andy Carroll ('59)
2-1 Andy Carroll ('93)
Athugasemdir
banner
banner