þri 02. janúar 2018 22:48
Elvar Geir Magnússon
Forseti Besiktas er á Englandi - Tosun til Everton á morgun?
Mun Tosun mynda banvænt teymi með Gylfa?
Mun Tosun mynda banvænt teymi með Gylfa?
Mynd: Getty Images
Everton vonast til að ganga frá kaupum á tyrkneska sóknarmanninum Cenk Tosun frá Besiktas á morgun, miðvikudag.

Þá fer fram fundur í London með Fikret Orman, forseta Besiktas.

Orman var í fríi í Suður-Afríku en er mættur til London.

Everton var að vonast til þess að ganga frá 25 milljóna punda kaupum um liðna helgi en Besiktas hækkaði verðmiðann á honum um 2 milljónir punda þar sem verðið á mögulegum arftaka hans hækkaði.

Stóri Sam Allardyce sagði eftir tapið gegn Manchester United í gær að Everton þyrfti nauðsynlega að fá sóknarmann og allt kapp sé lagt á að fá hinn 26 ára Tosun.

Samkvæmt heimildum Guardian gerir Tosun ráð fyrir því að fara til Everton og er fjögurra og hálfs árs samningur klár á borðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner