Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 02. janúar 2018 11:00
Magnús Már Einarsson
Guardiola: Leikjaplanið er hörmung
Ekki sáttur.
Ekki sáttur.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að leikjaálagið í kringum hátíðarnar sé hörmung fyrir leikmenn.

Gabriel Jesus og Kevin de Bruyne meiddust báðir í markalausa jafnteflinu gegn Crystal Palace á sunnudaginn.

„Ef þú segir mér að þetta sé líkamlega gott fyrir leikmenn: nei, þetta er hörmung," sdagði Guardiola.

Jesus þarf ekki að fara í aðgerð vegna meiðslanna sinna en hann verður þó frá í nokkrar vikur. Ekki er ljóst hversu lengi De Bruyne verður frá.

Manchester City er með tólf stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en jafnteflið kom Crystal Palace í fyrradag kom eftir átján sigurleiki í röð í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner