Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 02. janúar 2018 12:07
Elvar Geir Magnússon
Independent segir lesendum að fylgjast með Jóni Degi
Jón Dagur hefur skorað mögnuð mörk með yngri liðum Fulham.
Jón Dagur hefur skorað mögnuð mörk með yngri liðum Fulham.
Mynd: Getty Images
Independent hefur birt lista yfir tíu unga fótboltamenn á Englandi sem vert er að fylgjast með á níu ári.

Jón Dag­ur Þor­steins­son hjá Fulham er á listanum en þessi 19 ára fótboltamaður hefur verið hjá Lundúnafélaginu síðan 2015, þegar hann kom frá HK í Kópavogi.

Jón Dagur er í U21-landsliði Íslands og hefur leikið átta leiki.

„Sönnun þess að ótrúleg þróun leikmanna á Íslandi er ekki að dvína. Táningurinn frá Reykjavík gekk í raðir akademíu Fulham sumarið 2015 og hefur heillað síðan," segir í umsögn Independent um Jón Dag.

„Sóknarmiðjumaður sem skapar og skorar mörk. Þorsteinsson er sennilega mikilvægasti leikmaður U23-liðs Fulham. Það er klárt að það styttist í tækifæri hjá aðalliðinu."

Smelltu hér til að sjá listann í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner