Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 02. janúar 2018 13:30
Magnús Már Einarsson
Kemur Zaha til varnar - „Þetta er algjört kjaftæði"
Wilfried Zaha.
Wilfried Zaha.
Mynd: Getty Images
Steve Parish, formaður Crystal Palace, segir að það sé herferð í gangi gegn Wilfried Zaha. Kantmaðurinn hefur fengið gagnrýni fyrir leikaraskap, síðast þegar hann fiskaði vítaspyrnu gegn Manchester City um helgina eftir baráttu við Raheem Sterling.

„Það er herferð í gangi gegn Wilfried Zaha. Ég veit ekki af hverju eða hvaðan þetta kemur en það er svívirðilegt að saka hann um að dýfa sér. Þetta er algjört kjaftæði," sagði Parish.

„Ég er ekki viss um að sumir af sérfræðingunum sem eru að benda á Wilf kunni einu sinni reglurnar. Á hvað eru þeir að horfa?"

„Vítaspyrnan gegn Manchester City á sunnudag var hárrétt. Wilf getur ekki haldið áfram að hlaupa. Hann getur ekki staðið upp. Hann er fyrir framan Sterling sem togar í höndina á honum og dettur á hann. Horfið á myndina. Hvernig er þetta ekki víti?"

„Það er kjaftæði að halda því fram að hann hafi dýft sér. Ef hann hefði getað staðið í fæturnar þá hefði hann gert það. Treystið mér. Wilf er heiðarleikur leikmaður sem elskar að spila. Hann er með stórkostlega hæfileika."

„Hann er fljótur, hæfileikaríkur og það er erfitt að stöðva hann. Sumir sérfræðingar eru ákveðnir í að valda Wilf vandræðum og kannski Palace líka. Þeir eru að kosta okkur vítaspyrnu."

„Enginn getur sagt að Wilf sé svindlari. Raunveruleikinn er sá að það er brotið á honum en hann fær ekki 50% af ákvörðunum. Það er ótrúlegt að ég þurfi að verja hann fyrir þessum ásökunum."

„Ég er ekki að kalla eftir því að hann fái sérstaka vernd. Ég vil bara að hann fái sömu meðhöndlun og allir aðrir leikmenn."

Athugasemdir
banner
banner