banner
   þri 02. janúar 2018 11:15
Elvar Geir Magnússon
Liverpool missir öflugan mann úr þjálfarateyminu
Pepijn Lijnders var í miklum metum hjá Liverpool.
Pepijn Lijnders var í miklum metum hjá Liverpool.
Mynd: Getty Images
Pepijn Lijnders hefur yfirgefið þjálfarateymi Liverpool þar sem hann fékk starf sem stjóri NEC Nijmegen í heimalandi sínu, Hollandi. NEC er í B-deildinni.

Þetta er mikill missir fyrir Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, sem hefur sagt að það sé erfitt að ímynda sér lífið á Anfield án Lijnders.

Lijnders kom upphaflega til Liverpool til að starfa við unglingastarfið 2014 þegar Brendan Rodgers var stjóri. Þegar Klopp tók við fór hann að starfa við þjálfun aðalliðsins við góðan orðstír.

Í viðtali við heimasíðu Liverpool segir Klopp að það séu blendnar tilfinningar að kveðja Lijnders. Hann samgleðjist honum með að fá þetta tækifæri en á sama tíma verði mikill söknuður af honum frá Liverpool.

„Það verður ekki dyggari stuðningsmaður NEC Nijmegen í Liverpool en ég!" sagði Klopp sem hefur spáð Lijnders bjartri framtíð í bransanum.

Sjálfur segir Lijnders að ákvörðunin hafi alls ekki verið auðveld og að hann muni alla tíð verða tengdur Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner