Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 02. janúar 2018 14:00
Magnús Már Einarsson
Mourinho: Ég á ekki vini í réttu sætunum
Ósáttur.
Ósáttur.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, segir að liðið hafi fengið þéttara leikjaplan en önnur lið yfir jólin þar sem hann þekki ekki fólk í réttu sætunum.

Manchester United spilaði fjóra leiki á 215 klukkutíma kafla í kringum jól og áramót.

Manchester City mætir Watford í kvöld en liðið spilar fjóra leiki á 247 klukkutímum í kringum hátíðarnar.

Chelsea er með rúmlega 270 klukkutíma á milli fyrsta og síðasta leiks á meðan Arsenal og Tottenham eru með í kringum 290 klukkutíma.

„Þið sjónvarpsfyrirtækin taka ákvörðun og við þurfum að taka henni. Ég tel að þið takið ákvörðunina en ég tel líka að félög og sumir stjórar eigi góða vini í réttu sætunum á meðan ég á þá ekki," sagði Mourinho við beIN Sports.
Athugasemdir
banner
banner
banner