Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 02. janúar 2018 22:09
Elvar Geir Magnússon
Nantes skoðar hvort Kolbeinn geti snúið aftur út á völlinn
Kolbeinn er 27 ára.
Kolbeinn er 27 ára.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Franskir fjölmiðlar segja að Kolbeinn Sigþórsson muni fara í skoðun hjá læknum á vegum franska félagsins Nantes þann 15. janúar. Þar verði skoðað hvort Kolbeinn geti snúið aftur út á fótboltavöllinn.

Kolbeinn er samningsbundinn Nantes til 2020 en hefur ekki spilað opinberan leik í eitt og hálft ár vegna alvarlegra hnémeiðsla.

Læknar munu skoða hann um miðjan mánuðinn og skera úr um hvert framhaldið verður en í byrjun desember var sagt að sóknarmaðurinn setti stefnuna á að snúa aftur í febrúar.

Enn er ekki útilokað að Kolbeinn verði með á HM í Rússlandi en hann var lykilmaður á EM 2016 eins og Íslendingar muna vel eftir.

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari hafði áhuga á að fá Kolbein með í landsliðsverkefni til Indónesíu síðar í þessum mánuði til að skoða stöðuna á honum. Nú er ljóst að Kolbeinn fer ekki með til Indónesíu þar sem hann verður í skoðun hjá Nantes á sama tíma.
Athugasemdir
banner
banner