Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 02. janúar 2018 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pochettino: Alli búinn að afreka meira en Ronaldo
Dele Alli er búinn að skora fjögur og leggja sex upp í deildinni.
Dele Alli er búinn að skora fjögur og leggja sex upp í deildinni.
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino hefur mikla trú á Dele Alli, 21 árs sóknartengiliði sínum hjá Tottenham.

Alli var gagnrýndur á upphafi tímabils en hefur verið að finna sitt gamla form aftur því lengra sem líður á tímabilið.

„Dele byrjaði tímabilið illa en er núna að ná sér aftur. Við söknuðum gæða hans, hann er ekki búinn að vera sami leikmaður og gerði allt vitlaust síðustu tvö tímabil," sagði Pochettino.

„Að mínu mati er enginn vafi um gæði hans. Hann er ungur og þarf smá hvíld og rólegheit til að ná sér aftur á strik.

„Það er enginn leikmaður sem hefur afrekað jafn mikið og Alli á þessum aldri. Ekki Cristiano Ronaldo, ekki Wayne Rooney og ekki heldur Frank Lampard. Hann hefur afrekað meira en allir þessir leikmenn, þegar þeir voru á hans aldri.

„Vandamálið er að fólk býst við of miklu af honum."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner