Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 02. janúar 2018 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Szczesny er arftaki Buffon
Mynd: Getty Images
Massimiliano Allegri, þjálfari Juventus, hefur fulla trú á því að Wojciech Szczesny sé hæfur arftaki Gianluigi Buffon á milli stanga Ítalíumeistaranna margföldu.

Buffon hefur sjálfur ýjað að því að Gianluigi Donnarumma, ungstirnið á milli stanga AC Milan, ætti að taka við stöðu hans bæði hjá Juve og ítalska landsliðinu.

Búist er við að Buffon leggi hanskana á hilluna eftir tímabilið og eru skiptar skoðanir um hvort Szczesny geti fyllt í skarðið.

„Ég hef sagt það áður og segi það aftur. Szczesny er arftaki Buffon," sagði Allegri. „Þeir virða hvorn annan bæði sem leikmenn og menn, sem er mjög mikilvægt."

Szczesny hefur fengið mikinn spilatíma á tímabilinu, sérstaklega eftir að Buffon meiddist á kálfa fyrir nokkrum vikum.

Pólverjinn var hjá Arsenal í sex ár áður en hann var lánaður til Roma í tvö tímabil. Hann varð aðalmarkvörður Roma og vakti áhuga Juve sem keypti hann af Arsenal síðasta sumar.

Szczesny hefur spilað 9 deildarleiki af fyrstu 19 og er Juve í öðru sæti, með 47 stig.
Athugasemdir
banner
banner