Frank vill endurnýja kynni sín við Schade - Guehi eftirsóttur - Upamecano til Liverpool?
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
   lau 02. febrúar 2013 17:23
Brynjar Ingi Erluson
Sverrir Ingi: Vonandi fyrsti titill af mörgum í ár
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Ingi Ingason, leikmaður Breiðabliks, var að vonum ánægður með sigur liðsins í Fótbolta.net mótinu í dag, en liðið lagði Keflavík með þremur mörkum gegn engu í Kórnum í dag.

Viggó Kristjánsson kom Blikum yfir áður en Andri Fannar Freysson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í síðari hálfleik. Ósvald Jarl Traustason bætti svo við þriðja markinu undir lok leiksins.

Breiðablik fékk einungis á sig eitt mark á mótinu og vann þá alla sína leiki, en Sverrir segir að stefnan sé að berjast um alla titla á þessari leiktíð.

,,Að sjálfsögðu. Við förum inn í öll mót til þess að vinna þau og þetta var bara vonandi fyrsti titill af mörgum í ár," sagði Sverrir.

,,Þetta var hörkuleikur og við vissum að Keflvíkingar væru með sprækt lið og þeir héldu í okkur út í enda. Við náðum að setja þetta mark og náum svolítið eftir það að stjórna leiknum."

,,Þeir fara upp og pressa á okkur, þeir ná svolítið að ýta þeim framar á völlinn og við refsum þeim með tveimur góðum mörkum. Það hefur verið stígandi frá fyrsta leik þangað til í dag, við höfum farið yfir varnarleik og sóknarleik hvað við ætlum að gera og þetta er bara samkvæmt plani. Við erum allir voðalega ánægðir með þetta."

,,Þetta er gríðarlega spennandi hópur og það eru allir mjög jákvæðir og bjartsýnir fyrir komandi sumri. Við verðum bara að byggja ofan á þetta og vona það besta. Við förum inn í mótið og ætlum að gera eins vel og við getum og sjáum hvað það skilar okkur,"
sagði hann að lokum.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner