Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
Guðni Eiríks: Maður vill að FH liðið standi fyrir eitthvað
Óskar Hrafn: Við stjórnum leiknum frá upphafi til enda
Gunnar Heiðar: Ekki margir í þessari deild sem geta gert þetta
Hemmi: Skiptir mestu máli hvað þú gerir inni í vítateigunum
Rúnar: Fékk aldrei önnur skilaboð en að þurfa að vinna deildina þegar ég var í KR
Skoraði gegn uppeldisfélaginu - „Frekar valið þetta mark heldur en þrjú önnur"
Birna Kristín: Maya hljóp og hljóp og hljóp
Árni Freyr: Þetta er skellur
Venni: Þurfum að kýla í gang betri niðurstöður á heimavelli
Jóhann Birnir: Ég gef honum líka heiðurinn af þessu
Kári Sigfússon: Búinn að æfa þetta síðan að ég var krakki
Óli Hrannar: Keflavík er bara margfalt betra lið heldur en við í dag
„Það er verra að tapa leikjum en vinna þá"
Sandra Sig: Viltu heiðarlegt svar?
Donni: 0-0 hefðu verið sanngjörn úrslit
John Andrews: Höfum spilað vel í síðustu fjórum leikjum
Óskar Smári: Við grétum aðeins saman ég og systir mín
Kristján Guðmunds: Eigum að fá meira úr því sem við erum að gera
Gylfi Tryggva: Verður ekki sýndur á mörgum heimilum í vikunni
Dominic Ankers: Heppnin var ekki með okkur í þetta skipti
   lau 02. febrúar 2013 17:23
Brynjar Ingi Erluson
Sverrir Ingi: Vonandi fyrsti titill af mörgum í ár
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Ingi Ingason, leikmaður Breiðabliks, var að vonum ánægður með sigur liðsins í Fótbolta.net mótinu í dag, en liðið lagði Keflavík með þremur mörkum gegn engu í Kórnum í dag.

Viggó Kristjánsson kom Blikum yfir áður en Andri Fannar Freysson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í síðari hálfleik. Ósvald Jarl Traustason bætti svo við þriðja markinu undir lok leiksins.

Breiðablik fékk einungis á sig eitt mark á mótinu og vann þá alla sína leiki, en Sverrir segir að stefnan sé að berjast um alla titla á þessari leiktíð.

,,Að sjálfsögðu. Við förum inn í öll mót til þess að vinna þau og þetta var bara vonandi fyrsti titill af mörgum í ár," sagði Sverrir.

,,Þetta var hörkuleikur og við vissum að Keflvíkingar væru með sprækt lið og þeir héldu í okkur út í enda. Við náðum að setja þetta mark og náum svolítið eftir það að stjórna leiknum."

,,Þeir fara upp og pressa á okkur, þeir ná svolítið að ýta þeim framar á völlinn og við refsum þeim með tveimur góðum mörkum. Það hefur verið stígandi frá fyrsta leik þangað til í dag, við höfum farið yfir varnarleik og sóknarleik hvað við ætlum að gera og þetta er bara samkvæmt plani. Við erum allir voðalega ánægðir með þetta."

,,Þetta er gríðarlega spennandi hópur og það eru allir mjög jákvæðir og bjartsýnir fyrir komandi sumri. Við verðum bara að byggja ofan á þetta og vona það besta. Við förum inn í mótið og ætlum að gera eins vel og við getum og sjáum hvað það skilar okkur,"
sagði hann að lokum.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner