Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
Virkilega ánægð með skiptin í Breiðablik - „Vildi vinna bikara og það hefur komið"
„,Þetta er bara geggjað, þetta er bara bilun"
Thelma Karen: Eigum endalaust inni og þetta er ekki búið
Guðni meyr: Stoltur af því að vera FH-ingur
Nik eftir sigur í úrslitaleiknum: Þetta er ótrúlegt
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
   lau 02. febrúar 2013 17:23
Brynjar Ingi Erluson
Sverrir Ingi: Vonandi fyrsti titill af mörgum í ár
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Ingi Ingason, leikmaður Breiðabliks, var að vonum ánægður með sigur liðsins í Fótbolta.net mótinu í dag, en liðið lagði Keflavík með þremur mörkum gegn engu í Kórnum í dag.

Viggó Kristjánsson kom Blikum yfir áður en Andri Fannar Freysson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í síðari hálfleik. Ósvald Jarl Traustason bætti svo við þriðja markinu undir lok leiksins.

Breiðablik fékk einungis á sig eitt mark á mótinu og vann þá alla sína leiki, en Sverrir segir að stefnan sé að berjast um alla titla á þessari leiktíð.

,,Að sjálfsögðu. Við förum inn í öll mót til þess að vinna þau og þetta var bara vonandi fyrsti titill af mörgum í ár," sagði Sverrir.

,,Þetta var hörkuleikur og við vissum að Keflvíkingar væru með sprækt lið og þeir héldu í okkur út í enda. Við náðum að setja þetta mark og náum svolítið eftir það að stjórna leiknum."

,,Þeir fara upp og pressa á okkur, þeir ná svolítið að ýta þeim framar á völlinn og við refsum þeim með tveimur góðum mörkum. Það hefur verið stígandi frá fyrsta leik þangað til í dag, við höfum farið yfir varnarleik og sóknarleik hvað við ætlum að gera og þetta er bara samkvæmt plani. Við erum allir voðalega ánægðir með þetta."

,,Þetta er gríðarlega spennandi hópur og það eru allir mjög jákvæðir og bjartsýnir fyrir komandi sumri. Við verðum bara að byggja ofan á þetta og vona það besta. Við förum inn í mótið og ætlum að gera eins vel og við getum og sjáum hvað það skilar okkur,"
sagði hann að lokum.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner