Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
Haraldur Freyr: Segir sig sjálft að við þurfum að verjast betur
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
   lau 02. febrúar 2013 17:23
Brynjar Ingi Erluson
Sverrir Ingi: Vonandi fyrsti titill af mörgum í ár
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Ingi Ingason, leikmaður Breiðabliks, var að vonum ánægður með sigur liðsins í Fótbolta.net mótinu í dag, en liðið lagði Keflavík með þremur mörkum gegn engu í Kórnum í dag.

Viggó Kristjánsson kom Blikum yfir áður en Andri Fannar Freysson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í síðari hálfleik. Ósvald Jarl Traustason bætti svo við þriðja markinu undir lok leiksins.

Breiðablik fékk einungis á sig eitt mark á mótinu og vann þá alla sína leiki, en Sverrir segir að stefnan sé að berjast um alla titla á þessari leiktíð.

,,Að sjálfsögðu. Við förum inn í öll mót til þess að vinna þau og þetta var bara vonandi fyrsti titill af mörgum í ár," sagði Sverrir.

,,Þetta var hörkuleikur og við vissum að Keflvíkingar væru með sprækt lið og þeir héldu í okkur út í enda. Við náðum að setja þetta mark og náum svolítið eftir það að stjórna leiknum."

,,Þeir fara upp og pressa á okkur, þeir ná svolítið að ýta þeim framar á völlinn og við refsum þeim með tveimur góðum mörkum. Það hefur verið stígandi frá fyrsta leik þangað til í dag, við höfum farið yfir varnarleik og sóknarleik hvað við ætlum að gera og þetta er bara samkvæmt plani. Við erum allir voðalega ánægðir með þetta."

,,Þetta er gríðarlega spennandi hópur og það eru allir mjög jákvæðir og bjartsýnir fyrir komandi sumri. Við verðum bara að byggja ofan á þetta og vona það besta. Við förum inn í mótið og ætlum að gera eins vel og við getum og sjáum hvað það skilar okkur,"
sagði hann að lokum.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner