Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 02. mars 2015 15:30
Fótbolti.net
Af hverju standa markmenn alltaf svona framarlega?
Svar við fyrirspurn í sérfræðingahorni Fótbolta.net
Joe Hart.
Joe Hart.
Mynd: Getty Images
Guðmundur Hreiðarsson.
Guðmundur Hreiðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net hefur opnað sérfræðingahorn á síðunni þar sem lesendur geta sent inn fyrirspurnir um allt sem tengist fótbolta á einhvern hátt.

Jósef Róbertsson kom með spurningu sem Guðmundur Hreiðarsson markmannsþjálfari íslenska landsliðsins svaraði.

Spurning til markmanna. Ég er harður LFC aðdáandi en langar að spyrja, hefði Hart getað varið bæði skotin ef hann hefði staðið nær línunni þ.e.a.s. af hverju standa markmenn alltaf svona framarlega.Mér finnst að hann hefði líklega hafa meiri séns hefði hann staðið nær línunni.
Þetta er góð spurning og er í raun spurning sem maður spyr sig alltaf þegar lið fær á sig mark hverning var staðsetning markmannsins, og alltaf hægt að komast að þeirri skoðun að markmaðurinn hafi getað verið betur staðsettur. Stundum er þetta óverjandi hjá einum og síðan vel varið hjá öðrum svipað skot, eini munurinn staðsetning markmanns.

Ef ég svara því af hverju standa markmenn alltaf svona framarlega! Þá er svarið í raun til að reyna að gera markið minna, eða reyna að mæta boltanum eins snemma og hægt er. Þetta þýðir í raun að reyna að gera árás á boltann ekki láta boltann gera árás á þig, og ekki elta boltann heldur mæta honum.

Þessu fylgir áhætta eins og að fá boltann yfir sig. Það hefur sýnt sig að nútíma markmenn standa framar heldur en var hér á árum áður með betri árangri. Þetta snýst ekki um eitt eða tvö mörk sem markmaður fær á sig með því að standa framarlega heldur og hvað kom markmaðurinn í veg fyrir mörg mörk með því að standa framarlega á heilu tímabili og er þetta skoðað hjá flestum liðum nánast allt mælt.

Við höfðum sem dæmi séð markmann sem vinnur mjög framarlega td Manuel Nuer og tekur hann mikið þátt í leiknum stundum nánast eins og útlikeimaðurum og fær mikið hrós hjá flestum. En hann fær og hefur fengið á sig mörk fyrir að vinna standa framarlega en þegar heilt ár er skoðað þá kemur í ljós að hann kemur í veg fyrir fleiri mörk á sig með því að standa framarlega. Þetta gera flestir númtíma markmenn og við eigum bara eftir að sjá þetta aukast þar sem krafan er í þessa átt.

Varðandi staðsetningu Hart á móti Liverpool þá voru þetta þannig skot að eins og ég sé þetta þá tel ég að hann hefði bara átt möguleika hefði hann nánast staðið í horninu! Hann var vel staðsettur það er mín skoðun og hann þurfti líka að vera tibúin og staðsetja sig fyrir skot á allt markið og hugsanlega sending ( ? ) þar sem varnalínan var hátt uppi nánast á 16 metrum. Ég er viss um að Hart er búin að skoða þessi mörk oft sjáfur og með sýnum þjálfurum og velta því fyrir sér hvort að hann hefði getað gert betur . Ég er líka viss um að hann er ekki að fara að breyta sýnu vinnusvæði vegna þessarar marka.

“Til að skoða hvar best að standa er gott að nota teygju og binda í báðar stangir og toga hana svo út þar sem boltinn er og þá getur maður gert sér betur grein fyrir flugleið og flughæð boltans og myndað sér staðsetningu út frá því og þá sést vel hvað gott getur verið að staðsetja framarlega!

Þetta er eins og alltaf að það er ekkert rétt eða rangt í boltanum og margar skoðanir í gangi, en þegar lið fær á sig mark þá er eitthvað ekki rétt, hvort sem það er makmaðurinn eða eitthvað annað.

Sepp Maier sagði eitt sinn að það er ekkert sem heitir óverjandi, og það á kannski við í þessum leik eins og öðrum leikjum bara að vera á réttum stað á réttum tíma eins auðvelt og það hljómar!
Kveðja Guðmundur Hreiðars
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner