Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 02. mars 2015 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: BBC 
Alan Shearer heiðraður með þriggja metra styttu
Alan Shearer stýrði Newcastle í síðustu 8 leikjum tímabilsins 2008-09 þegar félagið féll niður í Championship deildina.
Alan Shearer stýrði Newcastle í síðustu 8 leikjum tímabilsins 2008-09 þegar félagið féll niður í Championship deildina.
Mynd: Getty Images
Alan Shearer er goðsögn hjá Newcastle United þar sem hann var keyptur til félagsins árið 1996 og skoraði 206 mörk á 10 árum áður en hann tók við sem stjóri til skamms tíma árið 2009.

Shearer var einnig fyrirliði enska landsliðsins um tíma og skoraði 30 mörk í 63 landsleikjum.

Freddy Shepherd, fyrrum forseti Newcastle, hefur ákveðið að láta byggja bronsstyttu sóknarmanninum til heiðurs en ekki er búið að ákveða staðsetningu styttunnar.

,,Shearer var frábær leikmaður fyrir Newcastle og þess vegna höfum við ákveðið að reisa styttu honum til heiðurs," sagði Shepherd.

,,Það er mikilvægt að honum sé þakkað fyrir gott starf sem fulltrúi félagsins. Við vitum ekki hvert styttan á að fara en það koma mjög margir staðir til greina."

Shepherd borgar fyrir styttuna gegnum fjölskyldufyrirtækið Shepherd Offshore. Það mun taka fjóra mánuði að búa styttuna til og verður hún rétt tæplega þrír metrar á hæð.
Athugasemdir
banner