Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 02. mars 2015 21:51
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: 10 leikmenn Roma jöfnuðu gegn Juve í toppslagnum
Mynd: Getty Images
Roma 1 - 1 Juventus
0-1 Carlos Tevez ('64)
1-1 Seydou Keita ('78)
Rautt spjald: Vassilios Torosidis, Roma ('62)

Roma fékk Juventus í heimsókn í toppslag ítalska boltans. Níu stig skildu Juventus og Roma að í fyrsta og öðru sæti deildarinnar fyrir þessa viðureign.

Það var sorglega lítið að frétta í fyrri hálfleik þar sem hvorugu liði tókst að skjóta á markið.

Í síðari hálfleik lífgaðist aðeins upp á leikinn en ekkert var skorað fyrr en gríski bakvörðurinn Vassilios Torosidis fékk sitt annað gula spjald og gestirnir aukaspyrnu á 62. mínútu leiksins.

Carlos Tevez tók aukaspyrnuna og skrúfaði boltann laglega í netið og skildi Morgan De Sanctis, markvörð Roma, eftir gapandi.

Heimamenn tóku að sækja þrátt fyrir að vera manni færri og átti Gianluigi Buffon fína markvörslu áður en miðjumaðurinn Seydou Keita jafnaði með skallamarki eftir aukaspyrnu. Markið gæti verið skráð sem sjálfsmark á Claudio Marchisio sem kom við boltann á leiðinni í netið.

Það eru enn níu stig sem skilja liðin að á toppi ítölsku deildarinnar en Napoli er í þriðja sæti, fjórum stigum frá Roma.

Þetta var fimmtánda mark Tevez í deildinni á tímabilinu sem gerir hann markahæstan, einu marki yfir Mauro Icardi hjá Inter og þremur mörkum yfir Gonzalo Higuain, Paulo Dybala og Jeremy Menez.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner