mán 02. mars 2015 11:28
Magnús Már Einarsson
Jordon Ibe ekki með Liverpool næstu vikurnar
Ibe hefur komið sterkur inn í lið Liverpool.
Ibe hefur komið sterkur inn í lið Liverpool.
Mynd: Getty Images
Jordon Ibe verður ekki með Liverpool næstu fjórar vikurnar vegna meiðsla á hné.

Hinn 19 ára gamli Ibe meiddist gegn Besiktas í Evrópudeildinni á fimmtudag. Ibe var ekki með gegn Manchester City í gær og nú er ljóst að hann mun ekkert koma við sögu fyrr en um næstu mánaðarmót.

Ibe hefur staðið sig vel með Liverpool síðan hann kom til baka úr láni frá Derby í byrjun árs.

Betri fréttir eru af bakverðinum Jon Flanagan en hann mun hefja æfingar af krafti í vikunni eftir að hafa verið frá keppni allt tímabilið.

Þá er fyrirliðinn Steven Gerrard einnig að komast í gang eftir meiðsli aftan í læri.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner