Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   mán 02. mars 2015 18:54
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: BBC 
Liverpool skilar hagnaði í fyrsta sinn á sjö árum
John Henry keypti Liverpool árið 2010 og hefur bætt fjárhag félagsins til muna.
John Henry keypti Liverpool árið 2010 og hefur bætt fjárhag félagsins til muna.
Mynd: Getty Images
Knattspyrnufélagið Liverpool skilaði hagnaði í fyrsta skipti á síðustu sjö árum eftir að hafa tapað um 50 milljónum punda ári áður.

Félagið skilaði þó ekki miklum hagnaði, eða rétt tæpri milljón punda fyrir skatt.

Innkoma félagsins var rúmlega 255 milljónir punda sem má aðallega rekja til bættra sjónvarpssamninga í ensku deildinni.

Nú skuldar félagið 57 milljónir punda, sem er mikil framför frá árinu 2010 þegar Liverpool skuldaði 237 milljónir.

Félagið er komið í 9. sæti yfir ríkustu knattspyrnufélög heims samkvæmt lista Deloitte.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner