Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 02. mars 2015 13:30
Fótbolti.net
Rooney á flottasta markið í ensku úrvalsdeildinni
Svar við fyrirspurn í sérfræðingahorni Fótbolta.net
Magnað mark!
Magnað mark!
Mynd: Getty Images
Fótbolti.net hefur opnað sérfræðingahorn á síðunni þar sem lesendur geta sent inn fyrirspurnir um allt sem tengist fótbolta á einhvern hátt.

Jökull Máni Jakobsson kom með spurningu sem Magnús Már Einarsson ritstjóri Fótbolta.net svaraði.

Hvaða mark er flottasta mark sem hefur verið skorað í ensku deildinni?
Árið 2012 fagnaði enska úrvalsdeildin tuttugu ára afmæli sínu. Þar var mark Wayne Rooney gegn Manchester City árið 2011 valið flottasta markið í sögu deildarinnar. Rooney skoraði með stórglæsilegri hjólhestaspyrnu gegn Manchester City eins og sjá má hér að neðan.

Önnur mörk sem komu til greina:
Matt Le Tissier, Southampton - Newcastle, 1993–94
Matt Le Tissier, Blackburn - Southampton, 1994–95
Tony Yeboah, Leeds - Liverpool, 1995–96
David Beckham, Wimbledon - Man Utd, 1996–97
Eric Cantona, Man Utd - Sunderland, 1996–97
Paolo Di Canio, West Ham - Wimbledon, 1999–2000
Thierry Henry, Arsenal - Man Utd 2000–01
Dennis Bergkamp, Newcastle - Arsenal, 2001–02
Alan Shearer, Newcastle - Everton, 2002–03


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner