Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
   mán 02. mars 2015 13:00
Elvar Geir Magnússon
Upptaka - Guðmann og Bjarni Þór gestir í útvarpinu
Guðmann er kominn aftur í vörnina hjá FH.
Guðmann er kominn aftur í vörnina hjá FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Bjarni Þór Viðarsson, miðjumaður FH.
Bjarni Þór Viðarsson, miðjumaður FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmann Þórisson og Bjarni Þór Viðarsson, leikmenn FH, voru gestir í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu FM 97,7 síðasta laugardag en spjallið við þá má heyra í spilaranum hér að ofan.

Guðmann lék frábærlega í hjarta varnarinnar hjá FH fyrir tveimur árum en fór síðan til Mjallby í Svíþjóð.

„Þetta var komið út í hálfgert þrot þarna úti. Við féllum niður um deild og þá þurfti að skera niður helminginn af fjármagninu. Það voru tíu leikmenn farnir og svo þegar leikmaður sem ég taldi vera mikilvægasta hlekkinn í liðinu fór þá talaði ég við Óla Garðars (umboðsmann) og sagðist vera tilbúinn að fara heim eða skoða eitthvað annað. Þetta var fljótt að gerast," segir Guðmann sem er uppalinn hjá Breiðabliki.

„Ég skoðaði öll tilboð og Breiðablik kom með mjög fínt tilboð. En mér leist best á það sem FH er að gera. Þeir eru með besta hópinn í dag og eru í Evrópukeppni og ætla að vinna titilinn. Á endanum var þetta ekki mjög erfið ákvörðin."

Í viðtalinu var talað um þær frábæru aðstæður sem eru í Kaplakrikanum.

„Það eru kannski bara 4-5 lið í sænsku úrvalsdeildinni með betri aðstæður en FH. Sérstaklega núna þegar hlaupabrautin er komin þarna inni og allar aðstæður eru til fyrirmyndar. Hjá Mjallby var lyftingasalurinn einn fermeter og aðstæðurnar hjá FH eru miklu betri."

Það eru oft læti í kringum Guðmann á vellinum og það sama má segja um nýjan liðsfélaga hans í vörninni, Kassim Doumbia.

„Hann er léttklikkaður. Ég hef ekki lent í því áður að þurfa kannski að róa manninn sem er við hliðina á mér að spila. Það hefur yfirleitt verið öfugt. Ég held að hann sé búinn að þroskast frá því í fyrra og passar sig betur á að missa ekki hausinn. Hann er frábær leikmaður og ef hann er með hausinn í lagi er hann hrikalega góður," segir Guðmann sem segist sjálfur vera orðinn rólegri.

„Þegar ég var yngri þá mátti ekki segja neitt við mig, þá var ég búinn að hlaupa upp hálfan völlinn og tækla einhvern. Maður hefur þroskast eitthvað og er farinn að missa hausinn sjaldnar."

Guðmann reiknar ekki með því að fara aftur út í atvinnumennsku.

„Það þarf að vera eitthvað mjög gott til að ég fari út aftur. Það yrði að vera mjög gott lið. Ég er 28 ára og ætla ekki í ævintýri aftur. Fyrir mig persónulega og fótboltalega er miklu betra fyrir mig að koma heim í FH frekar en að spila í B-deildinni í Svíþjóð," segir Guðmann sem ætlar að verða Íslandsmeistari í sumar.

„Stefnan hjá öllum í klúbbnum er að verða meistarar. Við verðum það."

Viðtalið við Guðmann og Bjarna má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner