Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 02. mars 2015 15:43
Magnús Már Einarsson
Wes Brown sleppur við leikbannið
Rauða spjaldið var hlægilegt.
Rauða spjaldið var hlægilegt.
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að draga til baka rauða spjaldið sem Wes Brown fékk gegn Manchester United um helgina. Brown fékk rauða spjaldið þrátt fyrir að liðsfélagi hans John O'Shea hafi verið sá brotlegi.

Brown og O'Shea, sem léku báðir með United á árum áður, voru í baráttu við Radamel Falcao sem var að komast í upplagt marktækifæri.

O'Shea braut á Falcao og vítaspyrna var réttilega dæmd. East rak hins vegar Brown af velli þar sem hann taldi að hann hefði verið sá seki.

Brown og O'Shea reyndu báðir að tala East til og segja honum það rétta í málinu en allt kom fyrir ekki.

Enska knattspyrnusambandið hefur nú ákveðið að draga spjaldið til baka og því sleppur Brown við eins leiks bann.
Athugasemdir
banner
banner