Trent á barmi þess að semja við Real Madrid - Frimpong og Davies orðaðir við Liverpool - Aina orðaður við Man City
   fim 02. apríl 2015 13:03
Hafliði Breiðfjörð
Lengjubikarinn: Auðvelt hjá Blikum gegn BÍ/Bolungarvík
Olgeir kom inná sem varamaður og skoraði þriðja mark Breiðabliks í dag.
Olgeir kom inná sem varamaður og skoraði þriðja mark Breiðabliks í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 4 - 0 BÍ/Bolungarvík
1-0 Ellert Hreinsson
2-0 Ismar Tandir
3-0 Olgeir Sigurgeirsson
4-0 Arnþór Ari Atlason
Rauð spjöld: Joseph Thomas Spivack, BÍ/Bolungarvík ('13), Friðrik Þórir Hjaltason, BÍ/Bolungarvík ('70)

Breiðablik fór auðveldlega í toppsæti riðils 1 í A-deild Lengjubikars karla í dag með 4-0 sigri á BÍ/Bolungarvík.

Gestirnir hafa verði fallbyssufóður fyrir hin liðin í riðlinum í vetur og töpuðu öllum sjö leikjum sínum í mótinu án þess að skora mark og fengu á sig 26 mörk.

Ellert Hreinsson kom Blikum yfir og Bosníumaðurinn Ismar Tandir bætti öðru marki við. Varamennirnir Olgeir Sigurgeirsson og Arnþór Ari Atlason skoruðu svo sitt markið hvort og lokastaðan 4-0.

BÍ/Bolungarvík missti tvo menn af velli í leiknum, annan í fyrri hálfleiknum og hinn í þeim síðari, báða fyrir brot.

Blikar eru komnir á topp riðilsins með 16 stig, þremur stigum meira en Fylkir sem á leik til góða gegn Víkingi Ólafsvík og betri markatölu.


Athugasemdir
banner
banner
banner