Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mán 02. maí 2016 17:10
Elvar Geir Magnússon
Atli Már: Viljum stríða liðunum í efri hlutanum
Magni vann 3. deildina í fyrra.
Magni vann 3. deildina í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Nei spáin kemur mèr ekkert á òvart," segir Atli Már Rúnarsson, þjálfari Magna. Liðið vann 3. deildina í fyrra og er "spáð 5. sæti í 2. deildinni í ár.

„Ég átti von á því að vera fyrir ofan miðju í þessari spá miðað við gott gengi ì Lengjubikarnum."

„Markmiðið í sumar er að forðast falldrauginn eins og heitan eld og reyna stríða liðunum sem verða í efri hlutanum, ef allt gengur upp og við verðum heppnir með meiðsli og annað þá tel ég að við getum gert góða hluti í þessari deild."

„Leikmannahópurinn er flottur. Góð blanda af ungum strákum og nokkrum reynsluboltum," segir Atli en stefnan er þó að styrkja hópinn um 1-2 leikmenn.

„Áhuginn á Grenivík er mikill og virkilega gaman að spila þar. Mikill kraftur í mönnum sem eru í stjórn og í kringum liðið. Þarna fara fram margar vinnustundir ì óeigingjarnt starf sem margir taka ekki eftir. Svo er það bara okkar að bjóða upp á góða skemmtun á Grenivíkurvelli í sumar."

„Ég held að deildin verði mjög skemmtileg ì sumar og mín spá er sú að þetta verður þéttur pakki og ekkert lið komi til með að stinga af og ekkert lið fallið ì 17 umferð."

2. deildin hefst á föstudag en Magni byrjar á útileik gegn Völsungi.
Athugasemdir
banner
banner
banner