Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 02. maí 2016 20:55
Ívan Guðjón Baldursson
Leicester er Englandsmeistari (Staðfest)
Hazard er búinn að tryggja tveimur liðum Englandsmeistaratitil á tveimur tímabilum.
Hazard er búinn að tryggja tveimur liðum Englandsmeistaratitil á tveimur tímabilum.
Mynd: Getty Images
Chelsea 2 - 2 Tottenham
0-1 Harry Kane ('35)
0-2 Heung-Min Son ('44)
1-2 Gary Cahill ('58)
2-2 Eden Hazard ('83)

Í dag er sögulegur dagur í knattspyrnusögunni því Leicester City áorkaði því sem enginn bjóst við og er orðið Englandsmeistari í fyrsta sinn.

Tottenham þurfti sigur gegn nágrönnum sínum í Chelsea í kvöld til að eiga stærðfræðilega möguleika á Englandsmeistaratitli.

Gestirnir komust tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik en Gary Cahill minnkaði muninn í síðari hálfleik áður en Eden Hazard, sem kom inn fyrir Pedro í hálfleik, gerði jöfnunarmark á 83. mínútu.

Mönnum varð ansi heitt í hamsi nokkrum sinnum í leiknum enda um hatrammann erkifjendaslag að ræða þar sem níu leikmenn Tottenham og þrír leikmenn Chelsea fengu að sjá gult spjald og voru nokkrir heppnir að vera ekki reknir útaf.

Mauricio Pochettino skipti Nacer Chadli inn í uppbótartíma í lokatilraun til að sigra leikinn en það hafðist ekki, lokatölur 2-2 og ljóst að jöfnunarmarkið hans Eden Hazard tryggði Leicester City titilinn, eins furðulega og það kann að hljóma.

Margir stuðningsmenn Chelsea fögnuðu jöfnunarmarki Hazard eins og Englandsmeistaratitli, en hatrið sem ríkir milli stuðningsmanna Chelsea og Tottenham er langt frá því að vera eitthvað leyndarmál.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner