mán 02. maí 2016 15:38
Elvar Geir Magnússon
Championship: Burnley getur komist upp í dag
George Thorne eftir að Brighton jafnaði.
George Thorne eftir að Brighton jafnaði.
Mynd: Getty Images
Brighton 1 - 1 Derby County
0-1 Andreas Weimann ('71 )
1-1 James Wilson ('90 )

Jafntefli Brighton gegn Derby þýðir að liðið verður að vinna Middlesbrough á laugardaginn til að vera öruggt með sæti í ensku úrvalsdeildinni. Lokaumferð Championship verður á laugardaginn.

Leik Brighton og Derby lauk fyrir skömmu með 1-1 jafntefli en James Wilson, sem er á láni frá Manchester United, jafnaði fyrir Brighton í lok leiksins.

Middlesbrough og Brighton eru jöfn að stigum með 88 stig eftir 45 leiki en Burnley kemur næst með 87 stig eftir 44 leiki. Burnley mætir QPR í leik sem hefst núna 15:45 og með sigri þar fer liðið á toppinn. Markatalan gerir það að verkum að Burnley fer einnig á toppinn með jafntefli.

Það er ljóst að Burnley tryggir sér sæti í ensku úrvalsdeildinni með sigri í leiknum og yrði þá 19. liðið sem kemst beint upp í úrvalsdeildina árið eftir að hafa fallið. Fylgst er með gangi mála í úrslitaþjónustu á forsíðu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner