Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 02. maí 2016 14:00
Magnús Már Einarsson
Fjölnismaður fékk gult spjald áður en hann kom inn á
Guðmundur kemur hlaupandi inn í markið.
Guðmundur kemur hlaupandi inn í markið.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Guðmundur Böðvar Guðjónsson, leikmaður Fjölnis, fékk sitt fyrsta gula spjald í sumar áður en hann kom inn á sem varamaður í leiknum gegn Val í gær.

Þegar Valsarar minnkuðu muninn í 2-1 í síðari hálfleik fóru nokkrir leikmenn liðsins inn í markið til að ná í boltann.

Tobias Salquist, varnarmaður Fjölnis, var fyrri til að ná boltanum og leikmenn Vals veittust að honum til að ná boltanum.

Guðmundur Böðvar var að hita upp fyrir aftan markið og hann kom hlaupandi inn í markið til að hjálpa Tobias.

„Mér fannst illa vegið að Tobias vini mínum og ákvað því að koma mér til hans og bakka hann upp," sagði Guðmundur við Fótbolta.net í dag.

Guðmundur fékk gula spjaldið fyrir vikið en hann kom síðan inn á sem varamaður undir lok leiksins.

Hér að neðan má sjá fleiri myndir af atvikinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner