Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 02. maí 2016 16:40
Magnús Már Einarsson
Fløy vill Jóa Harðar aftur sem þjálfara
Jóhannes Harðarson.
Jóhannes Harðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norska C-deildarliðið Fløy vill fá Jóhannes Harðarson sem þjálfara á nýjan leik.

Jóhannes stýrði Fløy áður en hann tók við ÍBV fyrir síðasta tímabil.

Jóhannes hætti hjá ÍBV á miðju sumri vegna veikinda í fjölskyldu hans og í kjölfarið flutti hann aftur út til Noregs.

Tommy Taylor, þjálfari Fløy, hætti hjá liðinu um helgina eftir fjögur töp í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins.

Undanfarið hefur Jóhannes starfað hjá Fløy sem þjálfari yngri flokka en hann gæti nú tekið við meistaraflokki á nýjan leik.

„Það er eðlilegt að spjalla við Joey um starfið. Hann er nú þegar hjá félaginu en hann er líka að sinna öðrum störfum sem við þurfum að skoða," sagði Bård Georg Karlsen, yfirmaður íþróttamála hjá Fløy.
Athugasemdir
banner
banner
banner