Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   mán 02. maí 2016 13:30
Magnús Már Einarsson
Indriði: Gary reynir að sýna að við höfum gert mistök
Indriði Sigurðsson.
Indriði Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég hlakka mjög mikið til. Það verður gaman að koma aftur heim eftir öll þessi ár," sagði Indriði Sigurðsson við Fótbolta.net á dögunum en hann spilar í kvöld sinn fyrsta leik á KR-velli síðan árið 1999.

Indriði verður á sínum stað í vörninni þegar KR mætir Víkingi R. í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar. Þessi lið hafa mæst þrívegis í vetur.

„Þetta hafa verið hörkuleikir. Við töpuðum í fyrstu tveimur en unnum síðasta verðskuldað. Víkingar eru erfiðir andstæðingar. Þeir eru vel mannaðir og eiga eftir að slá frá sér í sumar. Þetta verður mjög erfiður fyrsti leikur."

Gary Martin, framherji Víkings, mætir sínum gömlu félögum í KR í kvöld.

„Gary er flinkur í fótbolta og mun örugglega reyna allt sem hann getur til að sýna að við höfum gert mistök með því að láta hann fara. Við nálgumst þetta eins og hvern annan leik og berum virðingu fyrir andstæðingnum."

Indriði er spenntur fyrir komandi tímabili með KR. „Við erum með gott lið en frekar þunnan hóp. Við erum svolítið háðir því, eins og kannski flest lið, að vera með hópinn heilan."

Indriði spilaði í áraraðir erlendis en hann segir að boltinn á Íslandi sé svipaður og hann bjóst við.

„Þetta er eiginlega alveg eins og ég bjóst við. Ég vissi að við erum tæknilega ekki eftirbátar manna úti í Skandinavíu. Það er atvinnumennnska úti en áhuga/hálf atvinnumennska hér. Þetta er eins og að bera saman epli og appelsínur. Tæknilega séð erum við mun framar en þegar ég fór út fyrir 16 árum en það vantar kannski svolítið upp á líkamlega getu, styrk og hraða. Það er eðlilegt þegar menn úti eru að vinna við þetta allan daginn á meðan hér heima eru menn í vinnu,"

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner