Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 02. maí 2016 20:43
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Hörður Björgvin og félagar aftur í umspilssæti
Hörður Björgvin og félagar þurfa að berjast fyrir umspilssæti.
Hörður Björgvin og félagar þurfa að berjast fyrir umspilssæti.
Mynd: Getty Images
Cesena 2 - 1 Pro Vercelli
1-0 Franck Kessie ('43)
2-0 Filippo Falco ('70)
2-1 Mattia Mustacchio ('90)
Rautt spjald: Mirko Pigliacelli, Pro Vercelli ('94)

Franck Kessie og Filippo Falco gerðu mörk Cesena sem lagði Pro Vercelli að velli í 39. umferð ítölsku B-deildarinnar.

Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Cesena sem uppskar gríðarlega mikilvægan sigur.

Með sigrinum er Cesena komið í sjöunda sæti deildarinnar, en þriðja til áttunda sæti veitir þátttökurétt í umspili um að komast upp í A-deildina.

Cesena er í baráttu við Spezia, Entella og Novara um þrjú laus umspilssæti, sem þýðir að eitt af þessum fjórum félögum missir af umspilinu.
Athugasemdir
banner
banner