mán 02. maí 2016 18:54
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Roma komið yfir Napoli eftir dramatískan sigur
Mynd: Getty Images
Genoa 2 - 3 Roma
0-1 Mohamed Salah ('6)
1-1 Panagiotis Tachtsidis ('13)
2-1 Leonardo Pavoletti ('65)
2-2 Francesco Totti ('77)
2-3 Stephan El Shaarawy ('87)

Roma er komið yfir Napoli og í 2. sæti ítölsku deildarinnar eftir nauman sigur á Genoa í kvöld.

Mohamed Salah kom Rómverjum yfir á sjöttu mínútu en Panagiotis Tachtsidis jafnaði fyrir heimamenn skömmu síðar.

Roma stjórnaði leiknum en heimamenn fengu sín færi og komust yfir með marki frá Leonardo Pavoletti um miðjan síðari hálfleik.

Francesco Totti var skipt inná og fiskaði hann aukaspyrnu sem hann skoraði svo sjálfur úr með bylmingsskoti á 77. mínútu.

Þetta blés miklu lífi í gestina sem sóttu án afláts og skilaði sóknarþunginn sér með sigurmarki frá Stephan El Shaarawy á lokamínútum leiksins.

Genoa komst nálægt því að gera jöfnunarmark í uppbótartíma en Wojciech Szczesny bjargaði Rómverjum og tryggði stigin þrjú.

Napoli getur endurheimt 2. sætið með sigri á Atalanta seinna í kvöld. Athugið að það getur tekið tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner